Samiðn og Rafiðnaðarsambandið skrifuðu í dag undir nýjan kjarasamning við Ríkið. Samningurinn felur í sér svipaðar launahækkanir og gerðir hafa verið undanfarið. Samiðn mun halda kynningarfund um samninginn í næstu viku og að honum loknum verður rafræn atkvæðagreiðsla sem á að vera lokið á hádegi 24 nóvember.