Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

Skrifað var undir kjarasamning milli Samiðnar og RSÍ við Reykjavíkurborg í gærkvöldi þann 18. nóvember.
Kjarasamningurinn er í svipuðum dúr og aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

reykjavik

Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Launabreytingar á samningstímanum eru rúmlega 25% auk áhrifa vegna breytinga á einstaklingsbundnum ávinnslurétti.

Upphafshækkunin er 25.000 kr. og gildir frá 1. maí 2015. Árið 2016 er hækkunin 6% en árið 2017 er gerð breyting á launtöflu sem metin er á 5,4% og hefur mun meiri áhrif á yngri starfsmenn til hækkunar.

Sú veigamikla breyting er gerð á ávinnslurétti sem tengist starfsreynslu að frá fyrsta maí verður horft til fagreynslu við mat á rétti til að fá viðbótarflokka. Þetta felur í sér að starfsmenn taka með sér fagreynslu af almenna markaðnum.

Inn í samninginn koma ný ákvæði um viðbótarflokka vegna menntunar og bókun um að vinna enn frekar í útfærslu á þeim lið m.a. að hægt verði að meta styttri námskeið til launa. Viljayfirlýsing er um að skoða hvernig hægt sé að virkja núgildandi ákvæði um markaðstengingu.

Kynning á samningnum verður haldin í næstu viku en atkvæðagreiðslu um hann verður að vera lokið föstudaginn 27. nóvember.

Hér má skoða samninginn í heild sinni.

samninganefndRvikur

Á myndinni má sjá samninganefnd Reykjavíkurborgar.