Nýr kjarasamningur við Strætó BS undirritaður

Í gær þriðjudaginn 8. desember var undirritaður nýr kjarasamningur Samiðnar við Strætó BS.

Samningurinn verður kynntur á morgunverðarfundi á morgun 10. desember.

straeto

Fundurinn verður haldinn í sal FIT í Borgartúni 30, 6. hæð kl. 8.30. Á fundinum verður farið yfir innihald samningsins og í lok fundarins opnar rafræn kosning um samninginn sem mun standa til hádegis á mánudaginn 14. desember.

undirritunstraeto

Bjarni Helgason, trúnaðarmaður FIT og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS handsala samninginn.