Nýtt félagsskírteini - útgáfa frestast

felagsskirteini

Nú er unnið að gerð nýrra félagsskírteina sem verða rafræn auðkenniskort og eru þau unnin í samstarfi við Íslandskortið. Með tilkomu þessara nýju korta verður útgáfu árlegra félagsskírteina hætt og skírteinið því ætlað til framtíðar. Með útgáfu rafrænna skírteina opnast fyrir ótal möguleika eins og að nýta kortið til auðkenningar og greiðslu á ýmsri þjónustu og verða þeir möguleikar kynntir eftir því sem þeim fjölgar.

Það sem meðal annars verður í boði er eftirfarandi:

Afslættir

Áfram verður hægt að nota kortin fyrir afslætti og mun verða aukið verulega við í hópi þeirra fyrirtækja sem nú þegar gefa afslátt. Hægt er að sjá upplýsingar um afslætti á heimasíðu félagsins sem og á heimasíðunni islandskortid.is/afslattur. Afslættir eru uppfærðir reglulega og við hvetjum fólk til að fylgjast með á heimsíðu félagsins.

Sjálfsafgreiðsla

Hægt verður að nota kortið til greiðslu og afsláttar víðsvegar um landið. Í hópi þeirra staða sem nú þegar eru orðnir virkir má nefna Þingvallaþjóðgarð, Vatnajökulsþjóðgarð, Gullfoss og fleiri staði. Síðar verður boðið upp á að tengja kortið við rafrænar þjónustur og sjálfsafgreiðslur.

Skírteinin verða gefin út á fyrsta ársfjórðungi 2016. Fram að þeim tíma gilda skírteini ársins 2015 og verður aðgangsnúmerið að orlofsvefnum virkt fram að því.