Samningar við sveitarfélögin.

Viðræður við samninganefnd sveitarfélaga hafa staðið yfir með hléum síðan í vor. Nokkrir fundir hafa verið í þessum mánuði en lítið þokast. Á síðasta fundi varð ljóst að ekki munu nást samningar fyrir áramót en loforð er fyrir því að þegar samningar nást verði þeir afturvirkir til 1. maí 2015. Samninganefnd Samiðnar hafði vonað að samningar tækjust fyrir áramót en samninganefnd sveitarfélaganna sagðist vera fullbókuð fyrir jól og lokað væri milli jóla og nýárs og þar af leiðandi eru litlar líkur á að samningar takist fyrir áramót.
Viðræður hafa tafist vegna kröfu Samiðnar um að opnað verði á launahækkanir fyrir námskeið svo menn öðlist meiri möguleika á að nálgast aðra iðnaðarmenn í launum því að ljóst virðist af tilboði sveitarfélaganna að frekar muni draga sundur en saman á milli starfsmanna sveitarfélaganna og almenna markaðarins.
 
Folk umraeda