Í dag var fulltrúa Rauða krossins afhentur styrkur í jólasöfnun sem rennur til þeirra sem minna mega sín.
Félagið hefur þennan háttinn á í stað þess að senda félögum og samstarfsaðilum jólakort.
Hilmar Harðarson, formaður FIT afhendir Hildi Björk Hilmarsdóttur, sviðsstjóra samskiptasviðs Rauða krossins fjárstuðning í jólaaðstoð RKÍ.