Sumarleiga orlofshúsa 2016

Opnað verður fyrir leigu á orlofsvef FIT fyrir tímabilið júní -  ágúst í dag, 12. febrúar klukkan 13:00, samkvæmt reglum um opnun á leigu og lokað föstudaginn 11 mars. Þegar sótt er um rafrænt þarf að setja inn kennitölu og lykilorð, sem er á félagsskírteininu og velja viðeigandi mánuð og tímabil í því húsi sem leigja á. Hvetjum félgasmenn FIT að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka á möguleika sína. Allir fá svo svar fyrir 16. mars og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 4. apríl. Þann 5. apríl kl 13:00 verður það sem er ógreitt og ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Ekki verður sent út umsóknareyðublað fyrir sumarúthlutun, heldur er eingöngu sótt um á netinu. Sumarleiga orlofshúsa hefst föstudaginn 3. júní. Leigutímabilið er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag. Sækja um hér

Það er eru alltaf fleiri og fleiri félagsmenn sem eru að nýta orlofshúsin enda útivist með fjölskyldunni mjög vinsæl og notalegt að eiga stund með ástvinum og vinum í orlofshúsum FIT.

brekkuskogur 10