Aðalfundur FIT

Aðalfundur FIT var haldinn 19. mars s.l. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf þar sem lýst var kjöri á helming stjórnar eins og lög gera ráð fyrir. Kjörnir voru 6 aðalmenn og 3 til vara en stjórn skiptir með sér verkum að öðru leiti en því að formaður er kosinn sérstaklega annað hvert ár en hann var í kjöri í fyrra.

Reikningar félagsins sýndu ágæta afkomu og er fjárhagsstaða félagsins sterk. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða án umræðu. Fram kom að síðari tvö húsin sem FIT byggir í Öndverðarnesi eru langt komin og verða tekin í notkun í sumar. Fram kom einnig að hús félagsins í Orlando er eftir sem áður langvinsælast og nýting þess afar góð.

Að loknum aðalfundi var boðið til hádegisverðar þar sem fram var borið steikt lambalæri og boðið uppá ístertu í eftirrétt.  

wFIT 190316 JSX5551

wFIT 190316 JSX5564

Hér má skoða fleiri myndir frá fundinum á facebooksíðu FIT