Vit í verknámi

IÐAN fræðslusetur hefur opnað upplýsingavef um nám og störf í fjölmörgum iðngreinum á slóðinni www.namogstorf.is. Á vefnum má einnig finna margskonar ítarefni sem tengist samspili skóla og atvinnulífs.
Vefnum er hvort tveggja ætlað að höfða til nemenda á grunn- og framhaldsskólaaldri sem og þeirra sem eru eldri en óákveðnir um hvaða leið skuli fara í námi og starfi. Einnig eru á vefnum upplýsingar um hvar hægt er að leita ráðgjafar og efni ætlað kennurum og ráðgjöfum í skólum sem efla vilja fræðslu um nám og störf.
Á vefnum er starfsgreinum skipt í átta flokka og reynt að haga framsetningu efnisins þannig að einfalt sé að kafa dýpra eftir nánari upplýsingum, svo sem á upplýsinga- og ráðgjafavefnum NæstaSkref.is eða heimasíðum einstakra námsbrauta framhaldsskólanna.
Vefurinn er uppfærður mjög reglulega og markmiðið að þar sé alltaf að finna á einum stað réttar, hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar nám og störf í iðn- og verkgreinum. Sjá hér; Vit í verknámi

rh object 49