1. maí 2016 Samstaða í 100 ár - sókn til nýrra sigra

untitled 9108

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.

Hátíðarhöldin í Reykjavík:

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00 en gangan hefst kl. 13.30
Lúðrasveitir leika í göngunni
Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg
Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10
Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á Ingólfstorg.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ flytur ávarp
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur ávarp
Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar
Fundarstjóri - Þórarinn Eyfjörð
Fundi slitið um kl. 15.00
Að útifundi loknum mun FIT bjóða félagsmönnum sínum í 1. maí kaffi á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur).

Hátíðahöld á öðrum starfsstöðum FIT verða á eftirtöldum stöðum:

Akranes - dagskrá:

FIT mun ásamt öðrum stéttarfélögum standa fyrir dagskrá:
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga.
Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness.
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins: Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Reykjanesbær:

Dagskrá í Stapa:
13:45 Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist
14:00 Setning: Ólafur S. Magnússon Félagi iðn- og tæknigreina
Söngur: Jóhanna Ruth Luna Jose
Ræða dagsins: Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ
Söngur: Magnús Kjartansson
Gamanmál: Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Sönghópur Suðurnesja, stjórnandi Magnús Kjartansson
13:00 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík.

Selfoss - dagskrá:

Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00.
Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.
Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra.
Kynnir: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags
Ræður dagsins: Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum
Skemmtiatriði: Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýnir línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir.
Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin.
Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína.
Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.

Vestmannaeyjar:

Dagskrá:
Kl. 14.00 Verkalýðsmessa í Landakirkju
Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum
Kristín Valtýsdóttir flytur 1. maí ávarpið
Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina
Kaffisamsæti í boði stéttarfélaganna