Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins lætur af störfum

Kristjan

Í fjölmiðlaumræðu síðustu daga um svokölluð Panamaskjöl hefur nafn Kristjáns Arnar Sigurðssonar framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins tengst tveimur aflandsfélögum. Vegna þessa hefur Kristján Örn nú látið af störfum hjá sjóðnum að eigin ósk.

Ólafur Haukur Jónsson forstöðumaður rekstrarsviðs Sameinaða lífeyrissjóðsins mun gegna störfum framkvæmdastjóra tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Sjá yfirlýsingu frá Kristjáni Erni Sigurðssyni vegna málsins á vef Sameinaða lífeyrissjóðsins.