„Ég hef aldrei séð þetta, er stelpa að vinna í þessu?

Í gær var skemmtileg frétt um einn félagsmann FIT í Morgunblaðinu en þar segir;

„Ég hef aldrei séð þetta, er stelpa að vinna í þessu?,“ er dæmi um at­huga­semd­ir sem Svan­hild­ur Gísla­dótt­ir, stálsmiður, hef­ur fengið í gegn­um tíðina sem bet­ur fer séu þau þó sjald­gæf og henni finn­ist það jafn­vel lúmskt gam­an að heyra þau líka.

Rætt er við Svan­hildi í Fag­fólki vik­unn­ar en hún seg­ir að starfið sé ekki erfiðara en að prjóna peysu og vill sjá fleiri stelp­ur læra iðnina. Mikið vanti upp á grein­ar af þessu tagi séu kynnt­ar fyr­ir stelp­um og það hafi ekki verið fyrr en hún var kom­in af stað í öðru námi sem hún fann áhug­ann á stál- og renn­ismíðinni sem hún starfar við hjá Járn­smiðju Óðins.

Áhuga­mál Svan­hild­ar er ljós­mynd­un og hef­ur hún tekið mikið af fal­leg­um mynd­um á æsku­slóðunum vest­ur á Barðaströnd. Þá er mikið að gera hjá henni í des­em­ber þegar vin­ir og vanda­menn fá hana til að mynda fyr­ir jóla­kort­in.

Fag­fólkið er sam­starfs­verk­efni Sam­taka iðnaðar­ins og mbl.is. Sjá fréttina og viðtalið við Svanhildi hér.

alsmidi