Félagsmenn FIT sem eru aðilar að Sameinaða lífeyrissjóðnum:
Boðað er til fundar um hugsanlega sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs.
Miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00 í Borgartúni 30, 6. hæð.
Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja könnunarviðræður með sameiningu sjóðanna í huga.
Sameinaði lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins ef miðað er við hlutfall hreinna eigna lífeyrissjóða og Stafir lífeyrissjóður sá níundi stærsti.
Saman yrðu þeir fjórði stærsti lífeyrissjóðurinn með um 10% hreinna eign lífeyrissjóðanna, alls um 310 milljarða króna.
Búið er að vinna forkönnun á kostum og göllum þess að sameina sjóðina sem gerð verður grein fyrir á fundinum.
Dagskrá fundarins:
Kynning á kostum og göllum á hugsanlegri sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs.
Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ólafur Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjósins
Önnur mál
Hilmar Harðarson, formaður FIT
Við hvetjum félagsmenn sem greiða í Sameinaða lífeyrissjóðinn til að mæta á fundinn.