Í gær, þriðjudaginn 21. júní var undirritaður kjarasamningur vegna snyrtifræðinga við Samtök atvinnulífsins.
Þetta er fyrsti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir þessa starfsgrein. Því er þetta stór áfangi fyrir félagsmenn í greininni.
Frá undirskrift samningsins, Hermann Guðmundsson, starfsmaður FIT og Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar ásamt Ragnari Árnasyni, forstöðumanni vinnumarkaðssviðs SA.