Fjölbreytt námskeið hjá Iðunni fræðslusetri.

Nú er um að gera að kynna sér fjölbreytt námskeið sem Iðan fræðslusetur hefur upp á að bjóða.

Kynntu þér úrval námskeiða á haustönn 2016

12. september
Asbest
Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif er veldur lítilli mengun. Það á við um niðurrif á t.d. þakplötum og ytri klæðningu utanhúss, svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhúss, t.d. á heilum plötum, gluggakistum o.fl.

Nánari upplýsingar og skráning hér

13. - 15. september
Vinnuvélanámskeið - frumnámskeið
Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Vinnueftirlitið.

Nánari upplýsingar og skráning hér

22. september
Frágangur rakavarnarlaga
Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna við frágang byggingarhluta sem mynda ytra byrði húsa s.s. þaka og útveggja. Markmið þess er að fræða þátttakendur um hlutverk og frágang rakavarnarlaga og mikilvægi þess að rétt sé frá þeim gengið.

Nánari upplýsingar og skráning hér

29. september
Hljóðvist í húsum - Ísafjörður
Þetta er námskeið fyrir fagmenn í byggingaiðnaði sem starfa við frágang veggja, lofta gólfa og annarra byggingarhluta Markmið þess er að kenna þátttakendum réttan frágang og grundvallaratriði varðandi hljóðvist. Fjallað er um hljóðeinangrun, hljóðhöggeinangrun, hljóðísog, ómtíma og önnur atriði sem snerta hljóðvist.

Nánari upplýsingar og skráning hér

30. september
Frágangur votrýma
Þetta námskeið er fyrir alla sem starfa við byggingu og frágang votrýma. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við frágang votrýma til að hindra vatnstjón. Fjallað er um uppbyggingu votrýma og efni sem henta til þeirra hluta. Einnig er fjallað um frágang yfirborðs, þéttingar og þéttilög. Farið er í lagnaleiðir, frágang og þéttingar með lögunum, niðurföllum og hreinlætistækjum. Ennfremur er fjallað um viðahald á votrýmum.

Nánari upplýsingar og skráning hér; idan.is

raunfaernimatsbordi