Umsækjendur um mat og viðurkenningu á erlendri iðnmenntun snúa sér til Iðunnar-fræðsluseturs. Teljist aðili uppfylla skilyrði um menntun til starfa í löggiltri iðngrein hér á landi fær hann umsögn þar að lútandi frá Menntamálastofnun. Ekki er þá gerð krafa um frekara nám til þess að starfa hérlendis á umræddu sviði, hins vegar þarf viðkomandi að afla sér atvinnuleyfis hjá Vinnumálastofnun ef hann kemur frá landi utan EES-svæðisins.
Sjá nánar hér
Hér eru upplýsingar um ráðningu erlendra starfsmann; Ráðning erlendra starfsmanna.