Könnun meðal félagsmanna FIT

Nú stendur yfir þjónustukönnun Félags iðn- og tæknigreina.

vogur

Við sem erum í forsvari fyrir FIT leggjum okkur fram um að þróa félagið og þjónustu þess með þarfir þínar og hagsmuni í huga.
Og nú, í fjórða sinn á 10 árum, langar okkur að kanna hug félagsmanna til félagsins og ýmissa þátta í starfsemi þess.

Við munum styðjast við niðurstöður könnunarinnar þegar við ræðum þróun og framtíðarsýn FIT næstu misserin og skiptir svar þitt því miklu máli.
Við biðjum þig þess vegna að gefa þér nokkrar mínútur til að fara inn á könnunina með því að smella hér og svara nokkrum spurningum um þá þjónustu sem þér stendur til boða.

Það tekur þig innan við 10 mínútur að svara spurningunum og til að taka þátt ferðu inn á könnunina og skráir þig inn með Íslykli.
Svör þín í könnuninni eru dulkóðuð og því órekjanleg.

Könnunin verður opin til 25. september nk.
Athugið að þrír svarendur fá fría helgardvöl í einu af orlofshúsum félagsins!

Smelltu hér til að skrá þig inn og taka þátt.