Ný félagsskírteini eru komin út

Nýtt félagsskírteini hefur verið sent í pósti til allra virkra félagsmanna FIT.

felagsskirteini

Skírteinið er ólíkt fyrri skírteinum að því leyti að nú er það rafrænt auðkenniskort sem félagsmenn framvísa til að auðkenna sig við kaup og/eða notkun á ýmiss konar þjónustu.
Skírteinið er án ártals og gildir eins lengi og þú ert virkur félagsmaður.

AFSLÆTTIR
Áfram verður hægt að nota félagsskírteinið til að fá afslætti og er væntanleg veruleg fjölgun á þeim fyrirtækjum og þjónustuaðilum sem veita félagsmönnum afslátt.
Hægt er að sjá upplýsingar um afslætti á orlofssíðu FIT og islandskortid.is þar sem afsláttarkjör eru uppfærð reglulega.

SJÁLFSAFGREIÐSLA
Í framtíðinni verður hægt að nota skírteinið til greiðslu á ýmiss konar þjónustu víðsvegar um landið í samstarfi við Íslandskortið.
Í hópi þeirra staða sem nú þegar eru farnir að taka við greiðslum eru Þingvallaþjóðgarður, Vatnajökulsþjóðgarður, Gullfoss og fleiri staðir.
Síðar verður boðið upp á að tengja kortið við rafrænar þjónustur og sjálfsafgreiðslu og verður sú lausn kynnt sérstaklega þegar þar að kemur.