Laugardaginn 24. september verður farið í árlegt ferðalag 67 ára og eldri félagsmanna Félags iðn- og tæknigreina.
Ferðirnar eru félögum að kostnaðarlausu en allir sem náð hafa 67 ára aldri eða verða 67 ára á árinu er boðið og gildir það einungis fyrir félagsmenn (án maka).
Lagt verður af stað frá Borgartúni 30 kl. 10 stundvíslega undir stjórn fararstjóra.
Félag iðn- og tæknigreina mun bjóða til hádegisverðar á leiðinni og í síðdegiskaffi. Gert er ráð fyrir að vera aftur í Borgartúni fyrir kl. 19.
Nauðsynlegt er að þeir sem ætla með skrái sig í síðasta lagi fimmtudaginn 22. september á skrifstofum félagsins eða í síma 535 6000.
Athugið að gefa þarf upp nafn, kennitölu, sveitarfélag og starfsheiti.
Ljósmynd frá ferð heldri félagsmanna FIT árið 2015