Stofnfundur nýs lífeyrissjóðs 29. september

Næstkomandi fimmtudag er boðað til stofnfundar nýs lífeyrissjóð en stjórnir Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa samþykkt samrunasamning sjóðanna.
Samþykki aukaársfundir sjóðanna sem boðaðir eru sama dag og stofnfundurinn, samrunasamninginn, verður til fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með rúmleg 18.000 virka sjóðafélaga og eignir um 310 milljarða.
Ef horft er aftur tímann um nokkra áratugi má sjá lífeyrissjóðum hefur farið fækkandi og margt bendir til að sú þróun muni halda áfram þegar þeim fækki og þeir stækki. Rætt hefur verið um að æskilegur fjöldi lífeyrissjóða verði 5 til 7 sjóðir þegar fram líða stundir.
Sameinaði og Stafir eru um margt líkir sjóðir. Að meginstofni eru sjóðsfélagar iðnaðarmenn en það er ekki einhlítt og má þar nefna fyrirtækjaaðild hjá Stöfum og hjá Sameinaða eiga verkstjórar aðild.
Tryggingafræðileg staða sjóðanna er mjög lík og ef horft er yfir nokkra ára tímabil þá má segja að ávöxtun sjóðanna sé nánast sú sama. Eignarsöfnin liggja ágætlega saman og koma til með að leggja grunnin að góðu eignarsafni enda hafa sjóðirnir lengi haft samstarf varðandi aðkomu að ýmsum fjárfestingum.
Í báðum þessum sjóðum eru karlar í miklum meirihluta en hlutfallið er aðeins jafnara hjá Stöfum. Aldursamsetning er þannig að meðalaldur er nokkru hærri hjá Sameinaða en Stöfum og það sama er með örorkuna, hún er heldur meiri hjá Sameinaða.
Verði samruninn samþykkur á stofnfundinum á fimmtudaginn hefur verið stígið mikið framfara spor og til verður stór og öflugur sjóður sem verður vel undir það búinn að takast á við auknar kröfur varðandi t.d. fjarfestingar, áhættustýringu og að veita sjóðsfélögunum góða þjónustu.
Samstarfið við Stafi í þessum samrunaferli hefur verið bæði gefandi, skemmtilegt og gefur fyrirheit um það sem koma skal. Við erum að sameina tvo öfluga sjóði sem saman mynda einn enn öflugri sjóð sem hefur alla möguleika til að takast á við fjölbreytt og kerfjandi verkefni og jafnframt að veita sjóðsfélögum réttindi á við það besta sem þekkist.

sameinadi