Fjölbreytt námskeið hjá Iðunni fræðslusetri fyrir félagsmenn FIT

Nú er um að gera að kynna sér fjölbreytt námskeið sem Iðan fræðslusetur hefur uppá að bjóða
 
21. - 22. október
Viðhald og viðgerðir gamalla húsa
Þetta námskeið er fyrir þá sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum húsum. Fjallað er um  undirstöður og burðarvirki og farið  yfir frágang bæði utan- og innanhúss.  Þátttakendum er kennt að meta varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim.  
 
25. október
Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka
Þetta námskeið er ætlað iðnmeisturum og minni fyrirtækjum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð.  Markmið þess er að kynna grundvallaratriði og uppbyggingu gæðakerfa. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til gæðakerfa iðnmeistara og þátttakendur læra að leggja sjálfir drög að gæðakerfi sem uppfyllir þessar kröfur. 
 
27. október
BREEAM vottun verktaka
Þetta er námskeið fyrir fagmenn í byggingariðnaði sem vinna við byggingu húsa í samræmi við kröfur um vistvænar byggingar.  Markmið þess er að kynna þátttakendum notkun á helstu vottunarkerfum við vistvænar framkvæmdir. Fjallað er um grundvallaratriði í hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og BREEAM vottunarkerfið.  Farið er yfir hvernig er á kerfisbundinn hátt leitast við að hámarka notagildi og lágmarka neikvæð umvherfisáhrif með áherslu á orkumál, efnisval, staðarval og heilsuvernd.
 
28 - 29. október
Sketchup
Teikniforrit fyrir alla - ókeypis á netinu
Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja rissa upp teikningar og setja upp í þrívídd.  Teikniforritið SketchUp er ótrúlega einfalt í notkun og allir geta nálgast það ókeypis á Netinu. Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum undirstöðuatriði í notkun forritsins, helstu skipanir og aðgerðir. Á námskeiðinu eru unnin  3 einföld verkefni sem gefa góða mynd af notkun forritsins. 
IMG 3824