Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót.
Desemberuppbót, að meðtöldu orlofi, er kr. 82.000 fyrir eftirtalda kjarasamninga:
Samtök Atvinnulífsins, Meistarasamband byggingamanna, Snyrtifræðinga, Bílgreinasambandið, Félag pípulagningameistara, Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, Samband Garðyrkjubænda og Ríkið.
Upphæð desemberuppbótar í eftirtöldum kjarasamningum er:
Reykjavíkurborg og Strætó kr. 90.700
OR-ON kr. 95.100,-
Samband íslenskra sveitafélaga 106.250
Landsvirkjun 119.454
Uppbótin skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Sá tími sem starfsmaður er í fæðingarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar.
Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki fá fulla desemberuppbót, annars hlutfallslega eftir starfsframlagi á árinu
Fullt starf telst vera 45 unnar vikur (fyrir utan orlof).
Reikniregla: Desemberppbót deilt með 45 margfaldað með unnum vikum
Sjá nánar í viðkomandi kjarasamningum á heimasíðu FIT
