Miðstjórn Samiðnar ályktar um keðjuábyrgð, jöfnun lífeyrisréttinda og kjararáð
Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum í gær ályktanir þar sem skorað er á nýtt Alþingi, að eitt af fyrstu verkum þess verði að setja skýra löggjöf um keðjuábyrgð aðalverktaka og vekkaupa gagnvart starfsmönnum undirrverktaka.
Einnig samþykkti miðstjórnin áskorun á Alþingi og væntanlega ríkisstjórn, að afgreiða breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, en takist það ekki fyrir áramót eru forsendur fyrir samræmingu lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum brostnar.
Þá samþykkti miðstjórnin ályktun þar sem bent er á að verði niðurstaða kjararáðs látin standa muni það leiða til endurskoðunar gildandi kjarasamninga þar sem viðmið kjararáðs verði haft að leiðarljósi.