Jólastyrkur afhentur í dag

Í dag var fulltrúa Rauða krossins afhentur styrkur í jólasöfnun sem rennur til þeirra sem minna mega sín.

Jolastyrkur
Félagið hefur þennan háttinn á í stað þess að senda félögum og samstarfsaðilum jólakort.

Styrkurinn er notaður í þágu skjóstæðinga Rauða krossins á Íslandi.

Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 42 um allt land, veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum.

Upplýsingar um Rauða krossinn á Íslandi má finna hér:
https://www.raudikrossinn.is/

Jolastyrkafhending
Helga G. Halldórsdóttir verkefnastjóri á samskiptasviði Rauða krossins á Íslands tók við styrknum af Hilmari Harðarsyni formanni FIT og Finnbirni Hermannssyni formanni Byggiðnar.