Opnað fyrir umsóknir um sumarleigu orlofshúsa 1. febrúar.

Opnað verður fyrir umsóknir miðvikudaginn 1. febrúar á orlofsvef FIT.

Lokað mánudaginn 20. febrúar.

Allir umsækjendur eiga svo að fá svar fyrir 27. febrúar og þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt föstudaginn 3. mars.
Mánudaginn 6. mars kl. 13:00 verður það sem er ógreitt og ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 9. júní.
Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag.

ondverdarnes

Mikilvægar dagsetningar:
Miðvikudaginn 1. febrúar: Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun og sölu ferðaávísana
Mánudaginn 20. febrúar: Lokað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
Mánudaginn 27. febrúar: Eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
Föstudaginn 3. mars: Greiðslufresti lýkur hjá þeim sem fengu úthlutað.
Mánudaginn 6. mars kl. 13:00: Ógreiddar og óúthlutaðar vikur verða settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.