Nýr orlofsbæklingur kominn út

Nýr orlofsbæklingur fyrir árið 2017 er kominn út og verður sendur í pósti í vikunni til allra félagsmanna FIT.

Orlof17forsidaBordi

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um alla orlofskosti félagsins og úthlutunarreglur.

Athugið að nú hefur umsóknarfrestur verið styttur og úthlutun flýtt.

Mikilvægar dagsetningar:
Miðvikudaginn 1. febrúar: Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun og sölu ferðaávísana
Mánudaginn 20. febrúar: Lokað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
Mánudaginn 27. febrúar: Eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
Föstudaginn 3. mars: Greiðslufresti lýkur hjá þeim sem fengu úthlutað.
Mánudaginn 6. mars kl. 13:00: Ógreiddar og óúthlutaðar vikur verða settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

Hér má skoða orlofsbæklinginn í heild sinni.

Orlof17forsida