Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur 150 ára

Félag iðn- og tæknigreina óskar Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur til hamingju með afmælið.

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 3. febrúar 1867. Fyrst um sinn hét það handiðnaðarmannafélagið í Reykjavík en 1882 var nafni félagsins formlega breytt í Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. Tilgangur félagsins var að stuðla að aukinni samkennd iðnaðarmanna og efla veg íslensks iðnaðar. Stofnendur voru 31.
Félagi stóð m.a. fyrir skóla fyrir iðnaðarmenn, 1869-1873 sem kvöldskóla til alþýðufræðslu, frá 1873 og fram yfir aldamót ráku þeir skóla á sunnudögum (bóklegt nám).
Félagið byggði iðnaðarmannahúsið (Iðnó) og fengu m.a. lánaðan kúlissusjóðinn gegn því að leiklistarstarfsemi yrði í húsinu. Þetta var síðan upphaf að því að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Ingólfsnefndin var stofnuð til þess að safna saman fé til kaupa á styttu af Ingólfi Arnarsyni.
Þessum tímamótum er fagnað með veglegum hátíðahöldum. Heimildarmynd verður gerð um sögu félagsins og styttan af Ingólfi lýst upp, svo fátt eitt sé nefnt.
idnadarmannafelag