Leiðrétting á dagsetningu á ferðatilboði

Þau leiðu mistök urðu að gildistímabil afsláttarferða var auglýst 1. mars en rétt er að tilboðið gildir í ferðir frá 1. maí til 30. september.

Þessi misritun var í fyrri frétt á vefsíðu félagsins og einnig í síðasta Fréttabréfi. 
Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

orlof

Í samvinnu við ferðaskrifstofurnar Sumarferðir og Úrval-Útsýn býður FIT félagsmönnum uppá 30 tilboðsferðir.

Afslátturinn gildir tímabilið 1. maí til 30. september 2017 í sólarlandaferðir til Alicante, Almería, Mallorca, Tenerife og Kanaríeyja. Gildir einnig í borgarferðir til Budapest og Dublin.

Greiða þarf 5.000 krónur fyrir 35.000 króna afslátt þannig að raunafsláttur er 30.000 krónur.

Farið er inn á miðasölu á orlofsvefnum og keypt ferðaávísun sem innifelur afsláttarkóða.

Félagsmaðurinn bókar svo ferð hjá annarri hvorri ferðaskrifstofunni og skráir afsláttarkóðann í bókunina. Þá á afslátturinn að koma fram strax.

30 miðar eru í boði - fyrstur kemur, fyrstur fær.

Teknir eru 26 orlofspunktar af orlofsreikningi kaupanda.
Allar nánari upplýsingar hjá þjónustuskrifstofunni í síma 535 6000.