Aðalfundur FIT 2017

Aðalfundur Félags iðn- og tæknigreina var haldinn laugardaginn 18. mars í Borgartúni 30.

Þokkaleg mæting var á fundinn.

Hilmar formaður flutti skýrslu stjórnar og Berglind Hákonardóttir löggiltur endurskoðandi fór yfir reikninga félagsins. Fjörugar umræður urðu um skýrsluna og reikningana sem voru svo samþykktir samhljóða.
Ein tillaga frá stjórn lá fyrir um lagabreytingu sem fól í sér að félagsgjald hækkar um 0,1%, fer úr 0,7% í 0,8 % af launum félagsmanna. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 2. Félagsgjald mun því hækka í 0,8% frá og með næstu mánaðarmótum.
Kjöri stjórnar var lýst þar sem fram kom að Hilmar Harðarson verður formaður FIT næstu 2 ár. Síðan var kosið í ábyrgðarstöður félagsins og voru allar tillögur uppstillingarnefndar samþykktar, sem og tillaga stjórnar um uppstillingarnefnd.
Að lokum voru önnur mál reifuð og rædd og bar þar ýmislegt á góma. Má þar nefna að fram komu 2 tillögur um stefnu félagins gagnvart frestun á endurskoðunarákvæði kjarasamninga annars vegar og stefnu félagsins gagnvart SALEK-samkomulaginu hinsvegar. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi fundarmanna og voru báðar felldar með afgerandi meirihluta.
Formaður sleit síðan fundi og bauð mönnum að þiggja hádegisverð sem var hlaðborð með lambasteik og tilheyrandi meðlæti og ísterta í eftirrétt og gerðu fundarmenn þessari veislu góð skil.

Nokkrar myndir frá fundinum.  Fleiri myndir á facebook-síðu FIT.

rh object 8798

rh object 9145

rh object 9121

rh object 8865

rh object 8807

Fleiri myndir á facebook-síðu FIT.