Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði 1. júlí 2017

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ og SA frá janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði.

Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tók fyrsta breytingin gildi 1. júlí 2016 og hækkaði framlag launagreiðenda þá í 8,5%.
Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar nú aftur f.o.m. 1. júlí 2017 og verður eftirfarandi:
1. júlí 2017: Framlag launagreiðenda hækkar um 1,5% og verður 10%.
1. júlí 2018: Framlag launagreiðenda hækkar um 1,5% og verður 11,5%.

Frá og með 1. júlí 2017 hækkar því mótframlag launagreiðenda, vegna starfsmanna, úr 8,5% í 10%.

mannlif jakkafot b