Taktu upplýsta ákvörðun um viðbótariðgjaldið

Þann 1. júlí 2017 hækkaði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og er nú 10%.

Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

barn

Sjá nánar á vef ASÍ

Tilgreind séreign er nýr valkostur innan skyldutryggingar er kemur til viðbótar hefðbundnum valkvæðum séreignarsparnaði.

Um tilgreindu séreignina gilda sömu reglur um fjárfestingar og gagnvart samtryggingardeildum lífeyrissjóða.

Tilgreinda séreignin getur nýst til að auka sveigjanleika í lífeyristöku en heimilt verður að hefja útgreiðslu fimm árum fyrir lögbundinn lífeyristökualdur eða frá 62 ára aldri.

Tilgreindan séreignarsparnað verður ekki unnt að nýta til húsnæðissparnaðar eða niðurgreiðslu húsnæðislána.

Félagar eru hvattir til að kynna sér valkosti vel hjá sínum lífeyrissjóði.

Reiknivél á vef Festu lífeyrissjóðs.

Um tilgreinda séreign á vef Birtu lífeyrissjóðs.

Nú er hægt að tilkynna ráðstöfun á hluta af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreignar á Mínum síðum Birtu.

Berist sjóðnum ekki tilkynning verður iðgjaldi áfram ráðstafað í samtryggingardeild.

Á vefsíðunni birta.is er reiknivél sem sýnir fjárhæðir m.v. mismunandi hlutfall heildarframlags í samtryggingu, tilgreinda séreign og valkvæða séreign.