„Eru róbótarnir að taka yfir"?

Meiriháttar tækniframfarir eiga sér nú stað sem munu hafa áhrif öll störf í náinni framtíð. Starfshættir breytast og þjóðfélagið með. Tækifærin sem felast í þessum tækniframförum eru óteljandi og mikilvægt að öll fyrirtæki og starfsmenn grípi þau.

Þann 12. október nk. fjöllum við um róbóta undir yfirskriftinni „Eru róbótarnir að taka  yfir"?  Fundurinn er frá kl. 8.30 - 10.00 í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

alsmidi

  8.30 – 9.00 Eru róbótarnir að taka yfir? Kristinn Andersen
Kristinn er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hann fer yfir notkun róbóta fram til þessa. Kristinn fjallar um stöðuna í dag og þau margbreytilegu notkunarsvið sem fyrirsjáanleg eru á næstu árum. Skoðuð verður möguleg framtíð með þróun nýrrar tækni í vélbúnaði og gervigreind.
 
  9.00 – 9.15 – Bygg, humlar og vélmenni, Margrét Arnardóttir
Margrét er framleiðslustjóri Ölgerðarinnar. Á síðustu hundrað árum hefur Ölgerðin þróast og breyst í takt við tímann. Gríðarlegar tækniframfarir hafa aukið afköst, skapað tækifæri til vöruþróunar og bætt gæði framleiðslunnar. Um þessar mundir er þróun í framleiðslutækni hraðari en nokkru sinni fyrr og róbótar gegna sífellt stærra hlutverki hjá drykkjarvöruframleiðendum heimsins. Farið verður yfir þróunina hingað til og sýnt það nýjasta úr heimi drykkjaframleiðslu.
 
  9.15 - 9.30 – Sendingar með drónum, Kristóferð Már Maronson
Kristófer Már er rekstrarstjóri AHA sem kynnti nýverið nýja sendingatækni þar sem drónar koma við sögu. Í þessum fyrirlestri verður farið í gegnum hvernig drónar munu koma við sögu í sendingatækni í framtíðinni og hvaða áhrif það getur haft á samfélagið.
 
    Fyrirspurnir og umræður 
   

Fundarstjóri: Ingi Rafn Ólafsson sviðsstjóri hjá IÐUNNI fræðslusetri

    Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn