Þann 12. október nk. fjöllum við um róbóta undir yfirskriftinni „Eru róbótarnir að taka yfir"? Fundurinn er frá kl. 8.30 - 10.00 í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20. Boðið verður upp á léttan morgunverð.
![]() | 8.30 – 9.00 Eru róbótarnir að taka yfir? Kristinn Andersen Kristinn er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hann fer yfir notkun róbóta fram til þessa. Kristinn fjallar um stöðuna í dag og þau margbreytilegu notkunarsvið sem fyrirsjáanleg eru á næstu árum. Skoðuð verður möguleg framtíð með þróun nýrrar tækni í vélbúnaði og gervigreind. | |
![]() | 9.00 – 9.15 – Bygg, humlar og vélmenni, Margrét Arnardóttir Margrét er framleiðslustjóri Ölgerðarinnar. Á síðustu hundrað árum hefur Ölgerðin þróast og breyst í takt við tímann. Gríðarlegar tækniframfarir hafa aukið afköst, skapað tækifæri til vöruþróunar og bætt gæði framleiðslunnar. Um þessar mundir er þróun í framleiðslutækni hraðari en nokkru sinni fyrr og róbótar gegna sífellt stærra hlutverki hjá drykkjarvöruframleiðendum heimsins. Farið verður yfir þróunina hingað til og sýnt það nýjasta úr heimi drykkjaframleiðslu. | |
![]() | 9.15 - 9.30 – Sendingar með drónum, Kristóferð Már Maronson Kristófer Már er rekstrarstjóri AHA sem kynnti nýverið nýja sendingatækni þar sem drónar koma við sögu. Í þessum fyrirlestri verður farið í gegnum hvernig drónar munu koma við sögu í sendingatækni í framtíðinni og hvaða áhrif það getur haft á samfélagið. | |
Fyrirspurnir og umræður | ||
Fundarstjóri: Ingi Rafn Ólafsson sviðsstjóri hjá IÐUNNI fræðslusetri | ||
Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn |