Frá heldrimannaferð FIT 2017

Félagi iðn- og tæknigreina fór í sína árlegu ferð með „Heldri félagsmenn“ sunnudaginn 1. október.

untitled 6033

Félagar frá Akranesi og Reykjanesi voru sóttir og síðan farið á tveimur rútum frá Borgartúni 30 klukkan 10:00. Ekið var sem leið lá austur fyrir fjall og félagar teknir upp í Hveragerði og á Selfossi. Þátttakendur urðu alls 86 en auk þess voru í ferðinni formaður félagsins Hilmar Harðarson, Rúnar Hreinsson, ljósmyndari og fararstjórinn, Gunnar Halldór Gunnarsson.

untitled 4815

Fyrsti áfangastaður ferðarinnar var Stóri Núpur en þar rétt hjá er fyrirhugað að reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Fyrsta altarisganga ferðarinnar fór þar fram á planinu.

untitled 4993

Á Stóra Núpi sóttum við félaga okkar Gunnar Þór Jónsson vélsmið með meiru. Gunnar Þór tók að sér að leiðsegja okkur um núverandi og fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Hann hefur mikla innsýn í virkjanamál, var við að reisa flestar virkjanirnar, þekkir allskonar tæknilega þætti og gat einnig fræddi okkur um ýmsar skoðanir og viðhorf til virkjananna.

untitled 4882

Ekið var upp með Þjórsá að vestanverðu og áð á Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Þar var tekið á móti mönnum með fordrykk og síðan samkvæmt venju var sunnudags-lambalæri með öllu og einnig kaffi og ís á eftir. Þar brustu menn í söng við undirleik harmonikkuspils Boga Sigurðssonar.

Eftir matinn var lagt af stað áleiðis til Hvolsvallar.

untitled 5038

untitled 5094

untitled 5863

Ekið var niður með Þjórsá, Landsveg og fljótlega eftir að beygt var inná Þingskálaveg, rétt hjá Næfurholti, var stoppað fyrir hópmyndatöku og einnig þótti tilhlýðilegt að taka þar til altaris. Næsta stopp var á Hvolsvelli þar sem Lava Centre var skoðað. Þar fór hópurinn í kaffi og fengu sér rjómapönnuköku. Allir voru sammála um að þeir hefðu ekki komið inn á glæsilegra safn og sýningu. Þar gafst einnig tími til að syngja með nikku-undirspili og eins fengu sögur og brandarar að fljúgja á milli manna. Siðan var haldið heim á leið með viðkomu hjá Urriðafossi þar sem tekið var til altaris í síðasta skipti þessarar ferðar.

untitled 6160

untitled 6311

untitled 6149

untitled 6480

untitled 6000

untitled 5683

Heimferðin gekk vel og það voru þreyttir og ánægðir iðnaðarmenn sem komu til síns heima um kvöldið og allir harðákveðnir í að mæta í næstu ferð að ári.

untitled 6448

 

untitled 6486

untitled 5942

Sjá fleiri myndir á Myndasafni FIT og

Á facebook síðu FIT