Spennandi námskeið í bílgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri á næstunni.

Hjá Iðunni fræðslusetri eru að fara af stað námskeið sem eru vönduð og spennandi námskeið í bílgreinum.

Eitt af þessum námskeiðum er fyrir erlenda viðgerðarmenn á bifreiðaverkstæðum; Bifvélavirkjar - Bifreiðasmiðir - Bílamálarar

Á því námskeið verða umræður og lestur texta. Samskipti við viðskiptavini og vinnufélaga. Hvað þýða fyrirmæli og leiðbeiningar um verkefni á mæltu máli og í texta t.d. í verkbeiðnum. Hvaða hjálpartæki standa til boða: Orðabækur, vefsíður orðasafna og tæknimála, vefsíður sem þýða texta.„Discussion and reading text. Communication with customers and colleagues. What do the instructions and guidelines for projects in speech and text such as in work orders. What aids are available: Websites lexica and technology, dictionaries.”

Hér að neðan eru nokkur námskeið;
 
21. október
Erlendir viðgerðarmenn á bifreiðaverkstæðum
Íslenska í vinnunni. Unnið í litlum hópum með tengingu mynda og texta. Umræður „vettvangur dagsins“.
 
23. október
Tæknienska bíla
Skoðaður texti úr ýmiskonar lesmáli viðgerðarleiðbeininga og upplýsinga bæði á prenti og skjá sem varðar ökutæki og búnað þeirra. Æfingar í skoðun hagnýtra verkefna.
 
24. október
Rafbílar - Nissan og Renault
Skoðuð virkni og gerð helstu íhluta og búnaðar Nissan og Renault rafbíla. Hvernig er hagkvæmast að reka og nota þessa bíla. Sérstök áhersla er lögð á öryggi og fjallað um hættur við vinnu og viðhald rafbifreiða.
 
30. október
Rafstýrikerfi díselvéla
Farið yfir virkni kerfa í safngreina díselvélum (Common Rail), hreinsibúnað útblásturskerfum og hreinsun sótagnasía. Verkleg skoðun og prófun á ýmsum raf- og vélbúnaði.
 
bill