Könnun fyrir félagsmenn FIT

 
Um er að ræða nokkrar spurningar um laun og auk viðhorfs til nokkurra atriða. Þetta er stutt könnun sem tekur einungis nokkrar mínútur að svara.
Mjög mikilvægt er að félagsmenn vandi svör sín, sérstaklega þegar kemur að spurningu um laun, því mikilvægt er að FIT fái skýra og áreiðanlega mynd af launum félagsmanna. Reynt var að hafa sem bestar skýringar við hverja spurningu til að auðvelda félagsmönnum að svara.
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að svörun verði góð því aðeins þannig verður könnunin marktæk. Það er hagur félagsins að geta notað könnunina í kjaraviðræðum við atvinnurekendur og einnig félagsmanna að geta leitað til félagsins um áreiðanlegar upplýsingar um launakjör í hverri starfsgrein. Þess vegna eru allir félagsmenn hvattir til að taka þátt og svara þessari könnun.
Könnunin verður opin aðeins í eina viku eða til og með fimmtudagsins 26. október
 
Ef félagsmenn hafa einhverjar spurningar varðandi þessa könnun þá er best að senda okkur póst (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða að hringja (535-6000) til félagsins og óska skýringa. 
 
Til að taka þátt smellið á myndina hér að neðan:
icon like
hjalmur teikningar