Sorglegt að vísa iðnnema úr landi

stelpur mura

Kærunefnd útlendingamála staðfesti í síðustu viku ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Choung Lei Bui um framlengingu dvalarleyfis. Hún stundar matreiðslunám við Menntaskólann í Kópavogi og er í starfsnámi á veitingastaðnum Nauthóli. Dvalarleyfisbeiðninni er hafnað vegna þess að ákvæði um dvalarleyfi útlendinga í iðnnámi féll niður við endurskoðun útlendingalaga.
Choung Lei Bui hefur verið hérlendis síðustu tvö árin. Hún fékk tímabundið dvalarleyfi til að stunda námið og fékk það framlengt í fyrstu. Nú virðist hún hins vegar þurfa að hverfa af landi brott fyrir mánaðarmót.
Ástæðan er sú að þegar útlendingalög voru samþykkt á Alþingi í fyrra breyttust lögin í þá veru að iðnnám var ekki lengur tiltekið sem nám sem veitti rétt til dvalarleyfis. Eftir breytinguna gátu erlendir námsmenn aðeins fengið dvalarleyfi til náms á háskólastigi. Útlendingastofnun synjaði því beiðni hennar um framlengingu dvalarleyfisins.
Úrskurður kærunefndar útlendingamála er dagsettur 14. nóvember. Lögum samkvæmt verða útlendingar að hverfa af landi brott ekki síðar en fimmtán dögum eftir uppkvaðningu úrskurðarins.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún telji augljóst að mistök hafi verið gerð við lagasetninguna.
Félag iðn- og tæknigreina tekur undir með yfirlýsingu Matvís um að "Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka ( skyldi maður ætla ) fór orðið iðnám út".
Sjá yfirlýsingu Matvís
Þar sem flestum á að vera ljóst að það sárvantar fólk í iðnaðarstörf og í iðnnám hér á landi.