Sumarútleiga 2018 (júní-ágúst)

Nú þegar vont veður og dimmir vetrarmánuðir gera okkur lífið leitt er hægt að hugsa til þess að einhvern tímann kemur sumar. Gott er að ylja sér við að hugsa til sumarsins þar sem bjartir litir sumarsólarinnar veita okkur birtu og yl. Þá er einnig rétti tíminn að skipuleggja sumarfíið og panta orlofshúsadvöl í bústöðum félagsmanna. Félagsmenn FIT hafa val um mikinn fjölda orlofshúsa og íbúða. Hér að neðan eru upplýsingar um sumarútleigu 2018.
Mánudaginn 5. febrúar er opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun. Þriðjudaginn 27. febrúar er lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun. Miðvikudaginn 28. febrúar eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni. Mánudaginn 12. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað. Þriðjudaginn 13. mars klukkan 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstir kemur fyrstir fær. 
Því fleiri valkosti sem merkt er við í umsókn á orlofsvefnum, þeim mun meiri líkur eru á úthlutun. Ef fleiri en ein umsókn er um sama húsið á sama tímabili ræður punktafjöldi hver hreppir hnossið. Ef punktafjöldi er jafn, ræður sú umsókn sem berst fyrst. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar. 
Ávinnsla punkta; Hver félagsmaður ávinnur sér einn punkt fyrir hvern mánuð sem greitt er af honum í orlofssjóð félagsins. Sé um hlutastarf að ræða ávinnast punktar í hlutfalli við starfshlutfall. 
Frádráttur punkta við úthlutun; Fyrir páskavikuna eru dregnir frá 26 punktar. • Frá fyrstu útleiguviku í júnímánði til síðasta föstudags í júní eru dregnir frá 26 punktar. • Frá síðasta föstudegi júnímánaðar fram í miðjan ágúst eru dregnir frá 36 punktar. • Frá miðjum ágúst til fyrsta föstudags í september eru dregnir frá 26 punktar. • ATH. Punktar eru bakfærðir ef úthlutun er ekki nýtt. •
kongsvegur 3