Trúnaðarmannanám 15. og 16. febrúar

Trúnaðarmannanámskeið Félags iðn- og tæknigreina verður haldið í Borgartúni 30 dagana 15. og 16. febrúar.
Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem hafa nýlega tekið að sér hlutverk trúnaðarmanns eða annars konar trúnaðarstarf á vegum síns félags.
Þeir sem hafa áhuga og eru trúnaðarmenn á sínum vinnustað eru vinsamlegast beðnir um að hafa sambandi í síma 535-6000 eða að senda á okkur tölvupóst, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
• Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði 
• Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna
• Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera 
• Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum
• Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð
• Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim
 
Kennarar verða; Sigurlaug Gröndal og Guðmundur Hilmarsson.
Nemendur fá í hendur námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt. 
Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda.
Athugið að skráningu lýkur viku fyrir fyrsta námskeiðsdag.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans,  www.felagsmalaskoli.is
Stofna aðgang með annaðhvort íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.
Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. 
Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiðið loknu. 
2015 02 25TrunadarmannanamskeidA