Tillaga uppstillingarnefndar fyrir Aðalfund 2018

rh object 8798

Í 17. gr. laga félagsins segir:
Fyrir 1. febrúar ár hvert skal stjórn félagsins gera tillögu um uppstillingarnefnd sem starfar á milli aðalfunda.

Fyrir aðalfund ár hvert skal kjósa hluta stjórnar. Kosningu skal skipt milli ára þannig að annað árið sé kosinn formaður, sex meðstjórnendur og tveir varamenn, en hitt árið sex meðstjórnendur og þrír varamenn. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum samkvæmt ákvæðum 16. greinar.

Á aðalfundi skal árlega kjósa uppstillingarnefnd, tvo skoðunarmenn reikninga, helming trúnaðarráðs og fulltrúa í fulltrúaráð lífeyrissjóða sem FIT á aðild að. Auk þess skal kjósa fulltrúa á þing ASÍ og Samiðnar þau ár sem þau eru haldin.

Uppstillingarnefnd skal skila tillögum að framboðum í stjórn, nefndir og fulltrúaráð ár hvert og þing Samiðnar og ASÍ þau ár sem þau eru haldin og skal stjórn fyrir 1. febrúar kynna framkomnar tillögur á heimasíðu félagsins og í rafrænu fréttabréfi.

Félagsmenn geta boðið sig fram til formanns eða stjórnar hafi þeir aflað sér 20 meðmælenda og skilað framboði fyrir 20. febrúar. Komi aðeins ein tillaga fram er stjórnin sjálfkjörin, en ef fleiri tillögur koma fram skal viðhöfð allsherjaratkvæðagreiðsla eða rafræn kosning.

SJÁ TILLÖGUR UPPSTILLINGARNEFNDAR FIT FYRIR AÐALFUND 2018