Nýr orlofsbæklingur - Opnað fyrir sumarumsóknir

ondverdarnes

Í dag, mánudaginn 5. febrúar var opnað fyrir umsóknir um orlofskosti FIT á orlofssíðunni opið verður til 27. febrúar.

Smelltu hér til að skrá umsókn

Því fleiri valkosti sem merkt er við í umsókn á orlofsvefnum, þeim mun meiri líkur eru á úthlutun. Ef fleiri en ein umsókn er um sama húsið á sama tímabili ræður punktafjöldi hver hreppir hnossið. Ef punktafjöldi er jafn, ræður sú umsókn sem berst fyrst. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar. 

  • 5. febrúar: Opnað fyrir umsóknir um sumarúthlutun og sölu ferðaávísana
  • 27. febrúar: Lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun
  • 28. febrúar: Eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni
  • 12. mars: Greiðslufresti lýkur hjá þeim sem fengu úthlutað
  • 13. mars kl. 13:00: Ógreiddar og óúthlutaðar vikur verða settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær

Orlofshúsabæklingur FIT fyrir sumarið 2018 er kominn út og hefur verið sendur öllum félagsmönnum í pósti.

Hér má skoða Orlofshúsabæklinginn á rafrænu formi.

OrlofsHusaB2018