Í dag, mánudaginn 5. febrúar var opnað fyrir umsóknir um orlofskosti FIT á orlofssíðunni opið verður til 27. febrúar.
Smelltu hér til að skrá umsókn
Því fleiri valkosti sem merkt er við í umsókn á orlofsvefnum, þeim mun meiri líkur eru á úthlutun. Ef fleiri en ein umsókn er um sama húsið á sama tímabili ræður punktafjöldi hver hreppir hnossið. Ef punktafjöldi er jafn, ræður sú umsókn sem berst fyrst. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar.
Orlofshúsabæklingur FIT fyrir sumarið 2018 er kominn út og hefur verið sendur öllum félagsmönnum í pósti.