Veður og útivist um helgina

Ágætu félagsmenn sem ætla að gista í orlofshúsum FIT um helgina 

Eins og við bendum reglulega á þá ber ýmislegt að varast þegar farið er í bústað að vetri til en þó er aðal atriðið ávallt að hafa fyrirhyggjuna í fyrirrúmi. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara.

Það er ekki skemmtileg veðurspá um helgina en um spána má lesa hér; http://www.vedur.is/vidvaranir

Það hefur t.d. snjóað gríðarlega mikið í Úthlíð undanfarna viku. Við mokum alltaf á föstudögum og svo aftur á sunnudögum og þau eru að sjálfsögðu alltaf tilbúin að reyna að aðstoða gesti og gangandi eftir mætti. En það dugar oft ansi stutt ef úrkoman er mikil. Viljum við því leggja á það áherslu að þeir einir verði á ferðinni í Úthlíð sem eru á mjög vel útbúnum bílum til vetraraksturs og eiga þangað brýnt erindi.

Staðan er þannig að veðurspáin fyrir laugardaginn er allsvakaleg og ekki neitt ferðaveður, hvorki fyrir menn né mokstrartæki. 

Það er ekki góð spáin fyrir Húsafell á laugardeginum. Það verður væntanlega mokað innan hverfis í dag og á sunnudaginn en væntanlega ekkert á morgun vegna veðurs.svignaskard