"Út í bláinn" fjölskylduferð á sunnudaginn 25. febrúar

Fyrsta ferð vorannar "Út í bláinn" verður farin sunnudaginn 25. febrúar.

ruta

Ferðirnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu einungis þarf að koma með góða skapið, ævintýraþrána og síðan er gengið út í bláinn á vit ævintýranna.
Eru félagsmenn hvattir til að nýta sér ferðirnar ásamt fjölskyldum.

Miðað er við að ferðir verði ávallt síðasta sunnudag mánaðarins og er lagt af stað frá Borgartúni 30 kl. 13.00 og áætluð heimkoma kl. 16.00.

Allar nánari upplýsingar á þjónustuskrifstofunni í síma 535 6000.

Svo er bara að drífa sig með fjölskylduna.