Sumarúthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2018 er lokið

ondverdarnes

Þann 27. febrúar var lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun á miðnætti.
Úthlutað var þann 28. febrúar og nú eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.

Þeir sem fengu synjun hafa forgang í þær vikur sem eftir eru í orlofshúsum.
Hægt er að skoða lausar vikur á síðunni og bóka það sem enn er laust.

Þeir sem fengu úthlutað: Munið greiðslufrestinn.
Þann 12. mars lýkur greiðslufresti hjá þeim sem fengu úthlutað.
Til að halda úthlutuninni og fá leigusamning verður að greiða fyrir þann tíma.

Þann 13. mars kl. 13:00 verða allar ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

Orlofshúsabæklingur FIT fyrir sumarið 2018 er kominn út og hefur verið sendur öllum félagsmönnum í pósti.

Hér má skoða Orlofshúsabæklinginn á rafrænu formi.