Hátíðardagskrá 1. maí.

Sterkari saman.
1. maí verður haldið hátíðlegur um allt land. Félagsmenn FIT eru hvattir til að taka þátt í kröfugöngu, hátíðarhöldum dagsins og þiggja veitingar.
Reykjavík 
Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík.  Safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 Kröfugangan hefst kl. 13:30 Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10 Dagskrá: Síðan skein sól Ræða: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Ræða: Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Heimilistónar Samsöngur– Maístjarnan og Internasjónalinn Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Kolbrún Völkudóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) verða með kaffisamsæti að lokinni göngu á Grand hóteli við Sigtún.
Reykjanesbær 
Hátíðardagskrá í Stapa kl. 14 Setning Stefán Benjamín Ólafsson formaður Stfs Ræða dagsins – Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB Leikfélag Keflavík – Dýrin í Hálsaskógi Söngur – Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius Kvennakór Suðurnesja Kynnir: Guðbrandur Einarsson formaður VS og LÍV. Kaffisamsæti í boði FIT og annara stéttarfélaga. Börnum boðið á bíósýningu í Sambíó í Keflavík Kl. 13:00. 
Selfoss
Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00 frá Austurvegi 56 að Hótel Selfossi þar sem FIT í samstarfi við önnur stéttarfélögu bjóða uppá skemmtun. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum Ræðumenn dagsins Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Ívar Haukur Bergsson námsmaður Söngatriði frá Tónlistarskóla Árnesinga; Berglind María Ólafsdóttir og Margrét Stefánsdóttir. Heimilistónar flytja Kúst og fæjó og fleiri lög. Bifreiðaklúbbur Suðurlands sýnir glæsikerrur sínar Teymt verður undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12.30 til 14:30 
Vestmannaeyjar 
Dagskráin í Alþýðuhúsinu hefst kl. 14:30 Guðmundur Þ. B. Ólafsson eldri borgari flytur 1. maí ávarp Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina. Kaffisamsæti í boði FIT og annara stéttarfélaga í eyjum.
Akranes 
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðriSkaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður FIT í samstarfi við önnur stéttarfélögu á Skaganum með hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40 Fundarstjóri og ræðumaður: Vilhjálmur Birgisson Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög Kaffiveitingar. Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00
rh object 0504