Rafbíladagur IÐUNNAR - 26. maí

IÐAN fræðslusetur kynnir raf- og blendingsbíla á rafbíladegi IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 laugardaginn 26. maí kl. 10:00 - 16:00.

rafbiladagurinn

Komdu í Vatnagarða 20 og kynntu þér allt það sem þú þarft að vita um raf- og blendingsbíla. Askja, Toyota, BL og Hekla verða á staðnum og kynna bíla sína og margvíslegan búnað. Sérfræðingar umboða og söluaðilar hleðslustöðva verða til taks að svara spurningum.

Dagskrá

 • 11:00, 13:00, 15:00 Rafbíllinn í dag
  Sigurður Svavar Indriðason, master í bifreiðaverkfræði
 • 12:00 Team Spark
  Keppnislið HÍ í Formúla stúdent mætir með keppnisbílinn
 • 13:40 Orka náttúrunnar - lausnir fyrir rafbíla
  Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri
 • 14:20 Hleðslustöðvar - Hvernig er best að hlaða rafbíla?
  Ólafur Davíð Guðmundsson, sérfræðingur í hleðslustöðvum

Grillaðar pylsur frá kl. 12:30 - 15:00
Allir velkomnir