Orlofsuppbót 2018

Orlofsuppbótin greiðist eigi síðar en 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01. maí - 30. apríl).
Öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí skal greiða orlofsuppbót.

orlof utilega

Orlofsuppbótin fyrir árið 2018 er kr. 48.000 hjá þeim sem starfa eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, Bílgreinasambandsins, Meistarasambands byggingamanna, Ríkisins, Reykjavíkurborgar, Strætó og Orkuveitu Reykjavíkur.

Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.
Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.