Golfmót iðnaðarmannafélaga 1. september, Jaðarsvelli á Akureyri

Allir félagsmenn Félags iðn- og tæknigreina eru velkomnir á golfmótið hvar sem þeir búa og gott væri ef golfmenn skrái sig á mótið sem allra fyrst. Golfmót iðnfélaganna var haldið í fyrsta skipti sameiginlega í sumar en löng saga er fyrir golfmótum flestra félaganna. 
Mæting er kl. 12:00 í súpu og ræst verður út kl. 13:00. 1. september. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hægt er að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.
Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12 og matur að loknu spili.
Vegleg verðlaun verða í boði! Veitt er verðlaun fyrir; 

Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið úr skorkortum.
Það eiga því allir möguleika en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun fyrir félagsmenn.

golfmot idnarmanna sept