Heldrimannaferð 2018

Félag iðn- og tæknigreina fór í sína árlegu „Heldrimannaferð” föstudaginn 7. september.
Þessi ferð var 15 ára afmælisferð FIT en fit er stofnað á vormánuðum 2003. Þátttaka félagsmanna í ferðinni hefur aldrei verið betri en um 100 félagsmenn frá Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Akranesi og Suðurnesjum fóru í þessa afmælisferð.

Að þessu sinni var farið á ýmsa staði á Reykjanesi. Fyrsti viðkomustaðurinn var Reykjanesvirkjun þar sem Albert Albertsson hugmyndasmiður tók á móti okkur. Síðan var haldið í hádegismat í KK salnum í Reykjanesbæ og eftir snæðing tók Kjartan Már bæjarstjóri á móti okkur í Duus húsi.
Rokksafnið í Reykjansebæ var síðan skoðað í leiðsögn forstöðumanns safnsins. Síðan var ekið til Grindavíkur þar sem kaffiveitingar biðu eftir okkur á Saltfisksetrinu.
Með þessu öllu var „tekið til altaris“ reglulega og eins var sungið með undirspili harmonikku. Mikil glaðværð og kátína var meðal manna og allir ánægðir í ferðalok sem var um kvöldmatarleitið.
Með í þessari ferð var formaður FIT Hilmar Harðarson, Rúnar Hreinsson „hirðljósmyndari“ ásamt tveimur starfsmönnum og fararstjórum, Gunnari Halldóri Gunnarssyni og Ólafi Sævari Magnússyni.

rh object 1906

rh object 1796

rh object 1406

rh object 1313

rh object 1308

rh object 1262

rh object 0964

rh object 0753

Skoða má fleiri myndir úr ferðinni hér í myndaalbúmi FIT

Og á facebook síðu FIT