Spennandi námskeið í bílgreinum

Nokkur námskeið í bílgreinum verða haldin á næstunni hjá Iðunni fræðslusetri.  Sjá nánar hér

1. Samsetningar - samskeyting. 2. okt. kl: 17:00. 
Bifreiðasmiðir; Farið yfir hvernig framleiðendur hafa umskiptanlega hluti límda, hnoðaða eða nota aðrar aðferðir en málmsuðu til að setja nýjan yfirbyggingarhlut í ökutæki. Skoðaðir eru ýmsir efnaflokkar líms, kíttis og þéttiefna og listar sem framleiðendur hafa um efni sem þeir mæla með fyrir sínar tegundir ökutækja svo og hvar leita skuli upplýsinga um vinnuaðferðir. Farið yfir ýmsar aðferðir til að setja saman nýja og notaða hluti í ökutæki.
 
2. SDU Detail grunnnámskeið. 6. okt. kl: 07:45
Bifreiðasmiðir - Bílamálarar
Þá er loksins í boði alvöru Detail námskeið á Íslandi. IÐAN fræðslusetur og Classic detail hafa hafið samstarf og kenna þeir samkvæmt námskrá SDU Smart Detailing University og notast námsefni frá þeim. Leiðbeinandi hefur lokið öllum námskeiðum frá SDU og hafa þeir frá Chemical Guys nýlega komið og tekið út aðstöðu og tæki hjá Classic detail, ásamt kennsluaðferðum og staðfest SDU kennsluréttindi.
 
3. Rúður ökutækja. 6. okt. kl: 08:00.
Bifvélavirkjar - Bifreiðasmiðir - Bílamálarar
Á námskeiðinu læra þátttakendur flest sem máli skiptir um framrúður ökutækja og aðrar rúður og frágang þeirra í yfirbyggingu bifreiða. Skoðun, hreinsun og undirvinna á rúðufalsi fyrir ísetningu. Ýmsar gerðir rúða og staðlar er varða rúður. Efnavörur sem þörf er á við rúðuviðgerðir. Farið er yfir framleiðslu, endurvinnslu og viðgerðir á framrúðum s.s. stjörnur og sprungur. Fjallað um aðstöðu og tækja- og verkfærabúnað sem þarf vegna vinnu við rúðuskipti. Gerðar æfingar í skiptum á rúðum.
 
bill