Fallvarnir. Vinna í hæð.

Mikilvægt námskeið fyrir alla í bygginga- og mannvirkjagreinum. Þetta námskeið hjá Iðunni fræðslusetri er fyrir alla sem þurfa að vinna í hæð.  Markmið þess er að þátttakendur öðlist meiri þekkingu á fallvörnum og geti mögulega fækkað vinnuslysum og auki framlegð fyrirtækisins. Megináhersla námskeiðsins lýtur að vinnu í hæð og notkun viðeigandi fallvarnarbúnaðar, þær hættur sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðsáætlana við óhöppum. Meðal annars er fjallað um uppsetningu og frágang vinnupalla, mannkörfur, skæralyftur og notkun stiga. Námskeiðið hefst 8. október kl: 13:00. Sjá nánar hér

IMG 3824 2